#image_title

Accordion

Persónuverndarstefna

Ljósmyndastofu Huldu Margrétar

Ljósmyndastofa Huldu Margrétar (Kop ehf. kt 6601110690) er umhugað um persónuvernd og leggur ríka áherslu á að varðveita persónuupplýsingar viðskiptavina sinna í samræmi við lög og reglur. Markmið þessarar persónuverndarstefnu er að veita þér upplýsingar um hvernig við söfnum, geymum og vinnum úr persónuupplýsingum þínum, sem og að tryggja að þú sért meðvituð/aður um réttindi þín í tengslum við persónuvernd.
Við vinnum aðeins með persónuupplýsingar þínar í lögmætum tilgangi, hvort sem það er samkvæmt lagaskyldu, með samþykki þínu eða á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar. Við stefnum að því að tryggja að allar upplýsingar sem við vinnum með séu meðhöndlaðar á ábyrgan hátt, með öryggi og trúnaði að leiðarljósi.

Ljósmyndastofa Huldu Margrétar safnar persónuupplýsingum í tengslum við veitingu þjónustu sinnar. Persónuupplýsingar sem við söfnum geta falið í sér eftirfarandi:

  • Nafn og samskiptaupplýsingar: Þar á meðal fullt nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang.
  • Ljósmyndir og myndbandsupptökur: Myndir og myndbönd sem eru tekin í tengslum við þjónustu okkar, þar á meðal fjölskyldu- og fermingarmyndatökur, fyrirtækjamyndatökur, og aðrar myndatökur.
  • Upplýsingar um greiðslu: Upplýsingar um greiðslur, svo sem kreditkortaupplýsingar eða aðrar greiðsluupplýsingar.
  • Samskipti: Upplýsingar sem þú gefur okkur í samskiptum, hvort sem er í gegnum tölvupóst, síma eða persónulega.
  • Tæknilegar upplýsingar: Upplýsingar sem eru sjálfkrafa safnaðar í gegnum vefsíðu okkar, svo sem IP-tölur, vafraupplýsingar, og vafrakökur (cookies).

Persónuupplýsingar eru nýttar í eftirfarandi tilgangi:

  • Veiting þjónustu: Til að framkvæma og veita þá þjónustu sem þú óskar eftir.
  • Greiðsluferli: Til að vinna úr greiðslum fyrir þjónustu.
  • Samskipti við viðskiptavini: Til að hafa samband við þig vegna fyrirspurna, bókana, og afhendingu myndefnis.
  • Viðhalda sambandi við viðskiptavini: Til að geyma myndir og myndefni til framtíðar fyrir frekari kaup eða afritun.
  • Markaðssetning: Til að senda þér upplýsingar um tilboð, nýjar þjónustur, eða önnur markaðsefni, að því tilskildu að þú hafir gefið samþykki þitt fyrir slíkum samskiptum.

Öll notkun á persónuupplýsingum er í samræmi við gildandi lög og reglur, þar á meðal GDPR, og við leggjum áherslu á að takmarka söfnun persónuupplýsinga við það sem nauðsynlegt er til að veita góða þjónustu.

Ljósmyndastofa Huldu Margrétar leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem við söfnum og vinnum með. Við notum fjölbreyttar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar gegn óleyfilegum aðgangi, notkun, breytingum eða birtingu.

  • Geymsla upplýsinga: Persónuupplýsingar eru geymdar á öruggum kerfum bæði á staðarnetum okkar og í skýlausnum hjá áreiðanlegum þjónustuaðilum. Myndir og myndbönd eru geymd á netþjónum sem sérhæfa sig í geymslu á ljósmyndum, svo sem Photoshelter. Við notum einnig Dropbox, Google drive, Backblaze og Adobe Creative Cloud forritin, Aftershoot, Imagenai og önnur plugin sem tengjast forritunum fyrir afritun og/eða vinnslu myndefnis.

  • Aðgangsstýring: Aðgangur að persónuupplýsingum er takmarkaður við starfsmenn og verktaka sem þurfa á þeim að halda til að sinna starfi sínu. Allur aðgangur er lykilorðsstýrður og fylgst er reglulega með aðgangi til að koma í veg fyrir óheimila notkun.

  • Tölvuöryggi: Við notum öryggislausnir til að vernda tölvukerfi okkar gegn veirum, spilliforritum og öðrum ógnunum. 

  • Geymslutími: Við geymum persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla þá þjónustu sem við veitum, eða eins lengi og lög heimila. Hvað varðar myndefni/video/grafík/annað sem við búum til, þá reynum við að geyma myndir/efni eins lengi og mögulegt er til að viðskiptavinir geti fengið afrit af þeim síðar, en ábyrgðin á varðveislu hvílir á viðskiptavininum.

  • Eyðing gagna: Ef viðskiptavinur óskar eftir eyðingu gagna sinna, er því að fullu sinnt í samræmi við GDPR reglur. Beiðni um eyðingu gagna má senda á netfangið hulda@huldamargret.isVið munum eyða gögnum að því gefnu að það séu ekki lögmætar skyldur sem krefjast þess að varðveita gögnin.

Við tryggjum að allar persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar í samræmi við gildandi lög og reglur og endurskoðum reglulega öryggisráðstafanir okkar til að tryggja að þær uppfylli nýjustu staðla.

Ljósmyndastofa Huldu Margrétar notar persónuupplýsingar sem við söfnum í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum okkar faglega og persónulega þjónustu. Notkun persónuupplýsinga getur meðal annars falið í sér eftirfarandi:

  • Þjónustuveiting: Við notum persónuupplýsingar til að framkvæma verkefni eins og að skipuleggja og framkvæma ljósmyndatökur, senda myndefni til viðskiptavina, og bjóða upp á eftirfylgniþjónustu. Upplýsingar eins og nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang eru notaðar til að eiga í samskiptum við viðskiptavini og tryggja að þeir fái þær upplýsingar og þjónustu sem þeir hafa óskað eftir.

  • Markaðssetning: Ef viðskiptavinir hafa gefið samþykki sitt, getum við notað tengiliðaupplýsingar til að senda þeim upplýsingar um nýjar þjónustur, tilboð eða viðburði í gegnum tölvupóst eða aðrar samskiptaleiðir. Við bjóðum viðskiptavinum alltaf upp á möguleika á að afskrá sig frá slíkri markaðssetningu.

  • Greining og þróun: Við gætum notað nafnlausar persónuupplýsingar til að framkvæma greiningar með það að markmiði að bæta þjónustu okkar og þróa nýjar vörur og þjónustu. Þetta getur falið í sér notkun upplýsinga til að skilja hvernig viðskiptavinir nýta sér þjónustu okkar, meta árangur markaðsherferða og þróa nýjar viðskiptalausnir.

  • Lagalegur tilgangur: Í sumum tilfellum notum við persónuupplýsingar til að uppfylla lagalegar skyldur eða verja réttindi okkar. Þetta getur falið í sér varðveislu upplýsinga td. í samræmi við bókhalds- og skattareglur.

  • Þjónustuaðilar, myndvinnsluforrit og verktakar: Við deilum persónuupplýsingum með áreiðanlegum þjónustuaðilum sem aðstoða okkur við að veita þjónustu, eins og greiðslumiðlunarfyrirtækjum, netþjónustuaðilum, myndvinnsluforritum, viðbótum í myndvinnsluforritum (plugins) og verktökum. Þessir aðilar hafa einungis aðgang að upplýsingunum til að sinna sínum hlutverkum og eru skuldbundnir til að tryggja öryggi þeirra í samræmi við GDPR.

Við tryggjum að allar persónuupplýsingar séu notaðar á ábyrgan hátt og í samræmi við samþykki viðskiptavina, lög og reglur.

Viðskiptavinir hafa ákveðin réttindi í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt GDPR. Þessi réttindi fela í sér:

  • Rétt til aðgangs: Viðskiptavinir eiga rétt á að fá afrit af þeim persónuupplýsingum sem við geymum um þá.
  • Rétt til leiðréttingar: Viðskiptavinir eiga rétt á að fá rangar eða ófullkomnar persónuupplýsingar leiðréttar.
  • Rétt til eyðingar: Viðskiptavinir eiga rétt á að láta persónuupplýsingar sínar eyða, með vissum undantekningum, t.d. þegar lög krefjast varðveislu gagna.
  • Rétt til takmörkunar á vinnslu: Viðskiptavinir geta óskað eftir því að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga, t.d. meðan á staðfestingu á réttmæti upplýsinganna stendur.
  • Rétt til andmæla: Viðskiptavinir eiga rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga í vissum tilvikum, til dæmis vegna beinnar markaðssetningar.
  • Rétt til gagnaflutnings: Viðskiptavinir eiga rétt á að fá gögn sín send í skipulegu, algengu og tölvulesanlegu formi eða hafa þau flutt til annars ábyrgðaraðila.

Beiðni um að nýta þessi réttindi má senda á hulda@huldamargret.is, og verður unnið úr slíkum beiðnum innan lögboðins tíma í samræmi við GDPR.

Ef persónuupplýsingum er deilt með þjónustuaðilum sem eru staðsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), tryggjum við að slíkur gagnaflutningur fari fram með viðeigandi verndarráðstöfunum, svo sem viðurkenndum samningsákvæðum í samræmi við GDPR.

Við notum vefkökur (cookies) til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni okkar og safna upplýsingum um heimsóknir og hegðun notenda. Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíðu. Þú getur stjórnað eða eytt vefkökum í stillingum vafrans þíns. Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu vefkökustefnu okkar hér.

Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra persónuverndarstefnu þessa þegar þörf krefur, til dæmis vegna lagabreytinga eða breytinga á starfsemi okkar. Allar breytingar verða tilkynntar á vefsíðu okkar og, þar sem við á, í tölvupósti til þeirra viðskiptavina sem þær varða. Við hvetjum þig til að yfirfara þessa stefnu reglulega til að vera upplýst/ur um hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar.

Ljósmyndastofa Huldu Margrétar (Kop ehf. kt 6601110690)

Almennir skilmálar Huldu Margrétar Óladóttur ljósmyndara

 Almennir skilmálar þessir taka gildi þann 1. janúar 2020.

Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að koma í viðskipti hjá ljósmyndara.  

Brot á höfundarrétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundalög, sbr. gr. 1.2, og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.

Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér kostnað við myndatökur, eftirvinnslu á stækkanir á myndum áður en pöntun er gerð.

© 2024 Hulda Margrét Óladóttir

1.1. Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Huldu Margrétar Óladóttur (hér eftir jafnframt vísað til sem „ljósmyndara“).

1.2. Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.

1.3. Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.

1.4 Myndirnar eru til einkanota og ekki leyfilegt að nota þær í auglýsingaskyni eða annarrar birtingar nema samið sé sérstaklega um slíkt.

2.1. Við myndbirtingar á netinu þarf að geta nafns ljósmyndara í texta (@mention) og merki/„taggi“ myndina með síðu ljósmyndara.

2.2. Óheimilt er að fjarlægja logo ljósmyndara af myndum til notkunar á netinu.

2.3. Óheimilt er að skera eða klippa til myndir undir neinum kringumstæðum, á netinu eða annars staðar.

2.4. Óheimilt er að breyta myndum á nokkurn hátt eða setja þau í gegnum snjallforrit með „effectum“ líkt og Instagram og sambærileg forrit bjóða uppá. Ekki er heimilt að rita á/yfir eða skrifa ofan í verkið, skera til eða breyta því á annan hátt.

2.5. Öll prentun (stækkanir, albúm/ljósmyndabækur,chromaluxe, strigar, jólakort og þess háttar) skal fara í gegnum ljósmyndara.

2.6. Viðskiptavinir mega ekki undir neinum kringumstæðum prenta sjálfir eða láta aðra en Huldu Margréti ljósmyndara prenta fyrir sig án leyfis.

2.7. Óheimilt er að gera eftirmyndir af ljósmyndum nema með leyfi viðkomandi ljósmyndara. Viðskiptavinir þurfa því að snúa sér til ljósmyndara og panta eftirmynd frá honum.

3.1. Viðskiptavinur samþykkir að ljósmyndari birtir ljósmyndir á ljósmyndasíðum sínum og merki/„taggi“ viðskiptavin og tengda aðila þeirra á birtar ljósmyndir. Viðskiptavini er þó heimilt að óska eftir því að samráð verði haft við hann um val á myndum til birtingar og hvort ljósmyndir verði merktar/„taggaðar“. Viðskiptavinur er samt sem áður heimilt að óska eftir við ljósmyndara að myndir verði ekki birtar vilji hann það síður.

3.2. Ljósmyndunin, myndvinnsla og varðveisla ljósmyndanna fer fram að beiðni viðskiptavinar. Viðskiptavinur staðfestir með undirritun sinni á skilmála þessa að hann samþykkir ljósmyndun, myndvinnslu, varðveislu, birtingu, merkingu og aðra vinnslu ljósmyndanna í samræmi við skilmála þessa, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

3.3. Viðskiptavinur velur sjálfur þær ljósmyndir úr myndatökunni sem hann vill kaupa. Og vakin er athygli á því að mögulegt er að kaupa aukamyndir úr hverri myndatöku, verð á aukamyndum fer eftir gildandi verðskrá hverju sinni.

3.4. Stafrænar ljósmyndirnar afhendast eingöngu í vefupplausn.

4.1. Viðskiptavini ber að greiða ljósmyndara gjöld fyrir þjónustu og vörur samkvæmt gildandi gjaldskrá ljósmyndara hverju sinni, sem finna má á heimasíðu ljósmyndara.

4.2. Verð á auka myndum fer eftir gildandi gjaldskrá ljósmyndara hverju sinni þegar þær eru pantaðar.

4.5. Vörur og ljósmyndir úr myndatöku eru ekki afhentar nema öll greiðsla hafi borist.

4.6. Gjaldtaka fer fram í gegnum fjölskyldufyrirtæki ljósmyndara Kop ehf. kt.660111-0690. VSK nr. 136523.

 

Ef persónuupplýsingum er deilt með þjónustuaðilum sem eru staðsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), tryggjum við að slíkur gagnaflutningur fari fram með viðeigandi verndarráðstöfunum, svo sem viðurkenndum samningsákvæðum í samræmi við GDPR.

Við notum vefkökur (cookies) til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni okkar og safna upplýsingum um heimsóknir og hegðun notenda. Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíðu. Þú getur stjórnað eða eytt vefkökum í stillingum vafrans þíns. Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu vefkökustefnu okkar hér.

Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra persónuverndarstefnu þessa þegar þörf krefur, til dæmis vegna lagabreytinga eða breytinga á starfsemi okkar. Allar breytingar verða tilkynntar á vefsíðu okkar og, þar sem við á, í tölvupósti til þeirra viðskiptavina sem þær varða. Við hvetjum þig til að yfirfara þessa stefnu reglulega til að vera upplýst/ur um hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar.