Ég legg mikla áherslu á faglega og persónulega þjónustu þar sem ég vil láta öllum líða vel og þar með draga fram allar þær einstöku hliðar sem hver og einn hefur.
Vönduð vinnubrögð eru í fyrirrúmi, bæði í myndatökunni sjálfri sem og í eftirvinnslunni. Ef áhugi eða spurningar vakna þá endilega hafðu samband við mig í síma 897 0250 eða sendu mér tölvupóst á hulda@huldamargret.is
* Logo er á seldum myndum til einstaklinga, hægt er að greiða fyrir að sleppa logoi en það þarf alltaf að geta nafn ljósmyndara og “tagga” þegar birt er á netinu.
Við bjóðum upp á vandaðar prentanir í ýmsum stærðum og á gæðapappír sem tryggir endingargóðar myndir. Hvort sem um er að ræða veggmyndir eða gjafaprent, þá færðu prentun sem nýtur sín vel heima eða á vinnustað. Hægt er að sérpanta stærðir og útfærslur eftir þínum óskum.